Sjö mögnuðustu metin í skákinni
Met hvetja okkur öll til að reyna að ná lengra. Hin mikla arfleifð skákarinnar hefur getið af sér nokkur met sem staðið hafa í áratugi, og önnur sem eiga jafnvel eftir að standa í aldir.
Hér verður farið yfir sjö mögnuðustu metin.
Lengsta sigurganga: Heimmeistarinn Bobby Fischer - 20 (eða 19?) skákir
Bobby Fischer, heimsmetahafi yfir flesta samfellda sigra á hæsta stigi. | Mynd: Wikipidia.
Í hrinunni sem á endanum leiddi hann að Boris Spassky, vann Bobby Fischer 20 skákir gegn andstæðingum úr hæsta gæðaflokki. Hann byrjaði á millisvæðamótinu á Palma de Mallorca árið 1970, þar sem hann vann sjö skákir í röð í lok mótsins. En vegna þess að Oscar Panno mætti ekki til leiks hafa sumir viljað sleppa því að telja þá skák.
Í skákum sem fylgdu í kjölfarið árið 1971, sigraði Fischer bæði Mark Taimanov og Bent Larsen 6-0. Næst kom svo sigur á Tigran Petrosian, en svo tap sem endaði sigurgönguna.
Fischer sigraði samt bæði Petrosian og Spassky og varð heimsmeistari.
Hvað allir athugi:
- Heimsmeistarinn Bobby Fischer - 11/11 á meistaramóti Bandaríkjanna 1963/4
- SM Fabiano Caruna - Sjö sigrar á Sinquefield Cup 2014
Lengsta taplausa hrina: Heimsmeistarinn Mikhail Tal - 95 skákir
Mikhail Tal, sem á heimsmetið í skákum á hæsta stigi án taps. | Mynd: Wikipedia.
Mikhail Tal var frægur fyrir sína skapandi sókn, sem hann sýndi meðal annars í heimsmeistaraeinvíginu gegn Mikhail Botvinnik 1960. Með sigri varð hann yngsti heimsmeistarinn, aðeins 23 ára: annað met sem stóð þangað til Garry Kasparov sigraði Anatoly Karpov árið 1985, þá 22 ára.
Ferill Tals einkenndist af heilsufarsvandamálum og sá óstöðugleiki sem því fylgdi, gera það að verkum að einhverjir líta fram hjá síðari árum ferilsins. Frá 23. október 1973 til 16. október 1974 tefldi hann 95 skákir í röð án taps. Ótrúlegt afrek sem enginn hefur verið nálægt því að jafna.
Hvað allir athugi:
- Mikhail Tal (aftur!) - 85 skákir frá júlí 1972 til apríl 1973.
- Heimsmeistarinn José Raúl Capablanca - 63 skákir frá 10 febrúar 1916 til 21 mars 1924.
Sá heimsmeistari sem ríkti lengst: Emanuel Lasker - 27 ár
Emanuel Lasker, sá heimsmeistari sem lengst ríkti. | Mynd: Wikipedia.
Emanuel Lasker varð annar heimsmeistarinn í skák þegar hann sigraði Wilhelm Steinitz 1894. Hann varði titilinn þangað til hann tapaði fyrir Jose Raul Capablanaca 1921. Hann hélt áfram að tefla og taka þátt í mótum á hæsta stigi fram á fjórða áratuginn. Það hefur oft verið nefnt að Lasker hafi ríkt svo lengi vegna þess að fyrri heimstyrjöldin frestaði viðureign Rubinstein og Capablanca. En þrátt fyrir það þá ríkti Lasker lengur en nokkur annar.
Hvað allir athugi:
- Heimsmeistarinn Gary Kasparov - 15 ár frá 1985 til 2000
- Heimsmeistarinn Mikhail Botvinnik - 13 ár á tímabilinu 1948 til 1963
Mesti fjöldi Elo stiga: Heimsmeistarinn Magnus Carlsen - 2882
Heimsmeistarinn Magnus Carlsen, stigahæsti skákmaður allra tíma. | Mynd: Maria Emelianova.
Magnus arlsen lét fyrst að sér kveða á FIDE listanum í maí 2014. Óopinberlega náði hann hærra, 2889 stigum, á rauntímalista. Einhverjir halda því fram að verðbólga í stigaskori geri þetta met að engu, en greining Chess.com sýnir að skákhæfileikar hafa verið að aukast með tímanum.
Þegar þetta er skrifað hafa aðeins 12 skákmenn náð 2800 stigum. Carlsen er sá eini til að nálgast 2900 stig.
Hvað allir athugi:
- Heimsmeistarinn Gary Kasparov - 2851 í júlí 1999
- Stórmeistarinn Fabiano Caruana - 2844 í október 2014
Yngsti skákmaðurinn til að verða stórmeistari: SM Sergey Karjakin - 12 ára og sjö mánaða
SM Sergey Karjakin, yngsti stórmeistari allra tíma. | Mynd: Maria Emelianova.
Karjakin er, þegar þetta er birt, yngstur til að hafa unnið sér inn stórmeistaratign, aðeins 12 ára gamall. Karjakin fékk sínu fyrstu reynslu í alvöru keppni þegar hann var nýorðinn 12 ára, þá var hann aðstoðarmaður Ruslan Ponamariovs í einvígi hans við Vasily Ivanchuk.
Árið 2016 fékk hann sjálfur að reyna sig í heimsmeistaraeinvígi, þá gegn Magnus Carlsen. Viðureignin réðst í bráðabana eftir að jafnt hafði verið 6-6 eftir hefðbundna taflmennsku. Hvor vann eina skák af þessum tólf.
Hvað allir athugi:
- Heimsmeistarinn Bobby Fischer - 15 ára, 6 mánaða og eins dags árið 1958
- SM Judit Polgar - 15 ára, 4 mánaða og 28 daga árið 1991
Flestar skákir í einu: SM Ehsan Ghaem Maghami - 604 skákir
SM Ehsan Ghaem Maghami, heimsmethafi fyrir flestar skákir í einu. | Mynd: Wikipedia.
Fjöltefli er þegar einn teflir gegn mörgum andstæðingum í einu. Venjulega sitja andstæðingarnir í hring eða í röð og meistarinn fer í hring og leikur gegn hverjum áður en hann færir sig að þeim næsta.
Ehsan Ghaem Maghami, nífaldur íranskur meistari, tefldi við svo mikið sem 604 andstæðinga í einu til að næla sér í heimsmetið í fjöltefli. Hann vann 580 skákir, gerði jafntefli í 16 skákum og tapaði 8 í fjöltefli í Teheran í Íran. Fjölteflið átti sér stað 8. og 9. febrúar árið 2011 á íþróttavelli Shahid Beheshti háskólans.
Hvað allir athugi:
- Susan Polgar - 326 andstæðingar, 309 sigrar, 14 jafntefli, 3 töp árið 2005
- Jose Raúl Capablanca - 103 andstæðingar, 102 sigrar og 1 jafntefli árið 1922
Flestir andstæðingar í blindu fjöltefli: SM Timur Gareyev - 48 skákir
Timur Gareyev, heimsmethafi í blindu fjöltefli. | Mynd: Mike Klein.
Eitt af því magnaðasta í skákinni er blindskákin. Í blindskák má skákmaðurinn ekki líta á borðið. Þess í stað verður skákmaðurinn að geyma stöðuna í huga sér um leið og leikirnir á lesnir upp á skáknótum. Í blindu fjöltefli þarf sá sem teflir að geyma stöðuna í mörgum skákum í huga sér, sem eitt og sér er ótrúlega erfitt.
Timur Gareyev setti nýtt heimsmet í þessari tegund skákar 3-4 desember 2016 þegar hann tefldi við 48 andstæðinga á sama tíma. Hann vann 35 skákir, gerði 7 jafntefli og tapaði 6. Endurlifðu þennan atburð með skýrslu Chess.com um heimsmetstilraunina.
Hvað allir athugi:
- FM Marc Lang - 46 andstæðingar árið 2011
- SM Miguel Najdorf - 45 andstæðingar árið 1947
Hefurðu áhuga á að fara að setja þín eigin met? Skráðu þig á Chess.com og byrjaðu að læra að tefla í dag!