Greinar
Hversu margir skákmenn eru í heiminum?

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?

Avatar of CHESScom
| 145 | Skemmtilegt

"Enginn veit, ekki einu sinni gróflega, hversu margir tafla, og enginn ætti að þykjast vita það." -- Edward Winter1

Er skák vinsælasti leikur heimsins?

Þó enginn geti sagt fyrir um það með vissu, þá eru hér ágiskanir um fjölda skákmanna, meðlimi Chess.com, þátttakendur í mótum, og stórmeistara.

Heildarfjöldi skákmanna: 600.000.000

Þessi mæling, sem oft er vísað í, á fjölda skákmanna sem hafa teflt síðasta árið eða svo, var sett fram af FIDE (Alþjóða skáksambandið) árið 20122. Talan var fengin úr könnun frá YouGov.

Aðrar ágiskanir segja að allt af einn milljarður skákmanna sé í heiminum. Sú ágiskun er byggð á umtali. Svo er enn önnur ágiskun sem telur skákmenn ekki nema 200 - 200 milljónir3. Þó svo að enginn geti sagt fyrir um fjöldann með vissu, þá er það nokkuð öruggt að skák er einn vinsælasti leikur heimsins, bæði í dag og áður fyrr.

Chess Players In Central Park | Robert Hess

Skákmenn fylla Central Park í New York. | Mynd: Robert Hess.

Meðlimir Chess.com: 20.000.000+

Þegar þetta er skrifað hefur meðlimafjöldi Chess.com farið yfir 20.000.000. Talning á meðlimum er alltaf sýnileg á heimasíðu Chess.com.

Þar af er rúmlega milljón virk á hverjum degi. Á meðan Chess.com er vinsælasta skákvefsíðan og er með vinsælasta skákappið (og það besta að okkar mati!), þá eru fleiri milljónir sem tefla á öðrum vefsíðum og með öðrum öppum og í raunheimum.

Viltu prófa Chess.com sjálfur? Stofnaðu aðgang ókeypis í dag!

20,000,000 members on Chess.com

Þátttakendur í keppnum: 360.000+

FIDE er með fleiri en 360.000 keppendur í sínum gagnagrunni4. Skákmenn eru skráðir hjá FIDE þegar þeir taka þátt í alþjóðlegum mótum. Þó að slíkir viðburðir séu yfirleitt opnir öllum þeim sem hafa áhuga, þá ná yfirleitt aðeins þeir áhugasömustu að komast á þetta stig.

185 þjóðir eru aðilar að FIDE5. Margar þeirra taka saman lista yfir sína skákmenn. Sem dæmi þá var bandaríska skáksambandið árið 2016 með fleiri en 85.000 skákmenn innan sinnan vébanda6. Aðeins brot af þeim er skráð hjá FIDE.

FIDE Chess

Stórmeistarar: 1594 og sífellt bætist í hópinn

Æðsta nafnbót í skák er SM (Alþjóðlegur stórmeistari), titill veittur af FIDE7. Til að hljóta hann, þarf skákmaður að ná stöðugleika á mjög háu stigi, ná þremur "stórmeistara normum" og fá að lágmarki 2500 Elo stig. Aðeins lítill hluti skákmanna nær þessu.

Þegar þetta er skrifað eru 1594 stórmeistarar í heiminum. Af þeim eru 1559 karlar og 35 konur. Hlutfallið er í samræmi við fjölda iðkenda.

Judit Polgar

Judit Polgar varð alþjóðlegur stórmeistari 15 ára og 4 mánaða. Á þeim tíma var hún yngsti stórmeistari sögunnar. | Mynd: Wikipedia.

Heimildir:

  1. Edward Winter on counting chess players
  2. FIDE press release
  3. David Kaplan, CEO of Development for FIDE
  4. FIDE member list
  5. FIDE
  6. US Chess
  7. Grandmaster
Meira frá CHESScom
Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Besti staðurinn til að tefla á netinu

Besti staðurinn til að tefla á netinu