Greinar
Hvernig á að verða góður í skák

Hvernig á að verða góður í skák

CHESScom
| 116 | Fyrir Byrjendur

Milljónir tefla reglulega - en hvernig á að verða góður í skák?

Hér er það sem þú þarft að gera:

1. Skilgreindu hvað góður þýðir.

2. Æfðu þig með þrautum.

3. Skoðaðu allar skákirnar þínar með tölvugreiningu.

4. Búðu til námsáætlun.

5. Vertu þolinmóður.

Ef þú ert tilbúinn til að leggja tíma í þetta, þá lestu áfram.

1. Skilgreindu hvað góður þýðir. 
Sumum þykir gott að geta sigrað meðalmanninn. Ef þú ert sammála, þá er nóg að vera með stig á bilinu 1200-1400. Þannig munt þú sigra flesta sem kunna mannganginn. Í huga annarra þýðir það að vera góður að geta sigrað þá sem tefla oft. Til þess gæti þurft stig frá 1600 og yfir.

En málið er að vera raunsær. Flestir vinna og tapa á víxl og því er nauðsynlegt að setja sér raunhæf markmið. Allt tal um að tapa adrei eða siga flesta er út í bláinn nema ef þú er Magnus Carlsen!

2. Notaðu þrautir til að æfa þig

Eitt það besta til að ná bætingu er að bæta sýnina í skákborðið. Ef þú sérð hvað er að gerast og hvaða mistök andstæðingurinn er að gera, þá áttu mun betri möguleika. Þú getur bætt leikfræðilega getu þína með því að nota leikfræðiþjálfann okkar.

3. Farðu alltaf yfir skákirnar þínar með tölvugreiningu. 

Það er mjög erfitt að bæta sig án þess að fara yfir tefldar skákir. Það er mikilvægt að sjá hvað maður gerir rétt og hvað rangt. Chess.com býður upp á sjálfvirka greiningu til að hjálpa þér að bæta leik þinn. Smelltu bara á tölvugreiningu eftir að skák er lokið.

4. Create a study plan. 

Það er alltaf betra að hafa áætlun. Þú getur annað hvort gert þína eigin eða notað ókeypis áætlun sem er í boði á Chess.com.


5. Vertu þolinmóður.
 

Árangur næst ekki á einni nóttu. Skák krefst áralangrar þjálfunar og ástundunar. Ekki láta hugfallast þó á móti blási. Ósigrar eru nauðsynlegir til þess að ná árangri, ekki láta þá buga þig eða draga úr þér kjarkinn!

Það að verða góður í skák er lífstíðarverkefni, þar sem viðmiðið hækkar sífellt eftir því sem árangur næst.

Ef þú vilt verða góður í skák, ættir þú að skrá þig á Chess.com í dag.

Meira frá CHESScom
Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?