Hvernig á að stilla upp skák
Að stilla upp skák er auðvelt. Það að tefla getur verið snúið.
Svona stillum við upp skák.
Skref 1: Ákveddu hvar á að tefla.
Viltu tefla á alvöru borði með vin nálægt þér? Eða viltu tefla á netinu? Bæði er frábært.
Til að tefla á alvöru borði þarftu bæði taflmenn og borð. Til að tefla á netinu þarftu bara að skrá þig á Chess.com (það er ókeypis).
Skref 2: Stilltu upp borðinu.
Áður en þú getur byrjað, þarftu að stilla upp borðinu. Ef þú ert nýr, þarftu að kynna þér hvernig það er gert. Ef þú teflir á netinu, þá er það gert fyrir þig.
Skref 3: Skoraðu á mótherja.
Ef þú ert heima, þá getur þú skorað á vin þinn augliti til auglitis. Ef þú vilt tefla á netinu, þá getur þú fundið anstæðing af handahófi eða skorað á vin. Megi sá betri vinna.
Skref 4: Leiktu fyrsta leikinn.
Þegar skákin hefst þarftu að leika. Ef þú veist ekki hvernig, þá getur þú skoðað eina af fjöldmörgum greinum okkar um skákreglurnar. Ef þú kannt mannganginn, en veist ekki hvernig er best að byrja, þá mælum við með þessari grein um byrjanir fyrir byrjendur.
Skref 5: Vertu góður mótherji.
Hafðu í huga að gera mótherjanum ekkert sem þú vilt ekki að hann geri þér. Ekki tefja eða yfirgefa skákina, ekki segja neitt dónalegt. Vertu kurteis og hjálpaðu okkur að bæta skákina.
Ef þú ert að leita að góðum stað til að tefla á, þá er Chess.com eitthvað fyrir þig.