Greinar
Hver er besti skákmaður í heimi?

Hver er besti skákmaður í heimi?

CHESScom
| 158 | Fyrir Byrjendur

Þú hefur örugglega heyrt ýmsa monta sig af því að geta unnir alla vini sína skák eða vera besta skákmann í sínum skóla. Í kjölfarið gætir þú hafa velt því fyrir þér hver sé sá besti í heiminum.

Sá besti heitir Magnus Carlsen. Magnus er ríkjandi heimsmeistari og hefur verið það síðan 2013.

Hann er fæddur í Noregi 1990 og lærði að tefla 5 ára. Það kom fljótt í ljós að hann væri undrabarn og hann varð einn yngsti stórmeistari sögunnar, aðeins 13 ára. Hann hefur unnir til fjölda veðlauna og jafnvígur á flest form, jafnt hefðbundna skák, sem atskák og hraðskák.

Magnus

Það sem gerir Magnus bestan, er það að hann virðist ekki hafa neina veikleika. Þegar hann var yngri var hann mjög sókndjarfur, en eftir því sem árin hafa liðið hefur leikur hans þróast. Hann er hættulegur án þess að taka of mikla áhættu. Hann er góður í byrjunum, miðtafli og endatafli. Hann teflir strategískt og hefur gott auga fyrir stöðum, og missir sjaldan af taktískum tækifærum. Og þegar hann nær litlu forskoti hefur hann lag á að nýta sér það til sigurs.

Margir telja að hann sé ekki einungis sá besti í dag heldur einnig sá besti í sögunni.

Skoðaðu snöggt rothögg hans hér. Það gæti hjálpað þér að skilja hvers vegna hann er heimsmeistari.

Fyrir tölfræðilegt svar við spurningunni um hver sé besti heimsmeistarinn, ekki missa af nákvæmri greiningu Chess.com.

Meira frá CHESScom
Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?